Eiríkur og Eldar móta menntastefnu Reykjavíkur

Í morgun mættu Eiríkur í 3. L og Eldar í 4. K á fund sem fulltrúar Húsaskóla en fundurinn er liður í að móta menntastefnu Reykjavíkurborgar. Síðastliðið vor voru haldnir fundir með ýmsum hagsmunaaðilum og niðurstaða þess samráðs var að leggja megináherslu á félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði. Á Betri Reykjavík fer nú fram samráð um menntastefnu Reykjavíkur en þar er leitað er eftir hugmyndum um hvernig framfylgja megi þessum fimm meginþáttum. Við hvetjum íbúa til þess að taka þátt. 

Námsfélagar í 2. og 6. bekk

Nú er vinavika að hefjast og nær hámarki á degi gegn einelti þann 8. nóvember. Þá mun allur skólinn hittast í samveru en í vikunni munu vinaverkefni og vinsamlegt andrúmsloft líða um skólann.
Sum verkefnanna eru unninn innan árgangs  en einnig munu vinabekkir hittast og vinna saman. 

Í síðustu viku þá hituðu 2. M og 6. B sig upp og unnu saman í kennslustund. 2. bekkur vann í stærðfræði og fengu aðstoð frá nemendum 6. B. Þeir voru að vinna í trúarbragðafræði og leystu svo suduko. Myndir eru komnar í myndaalbúm B bekkjar og M bekkjar hér á heimssíðunni. 

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h