Haust 2017 Göngum í skólann

göngum

Nemendur hafa verið duglegir að nota vistvænar og virkar samgöngur í skólann þessa dagana. Í hverri viku er áskorun en Áslaug okkar heldur vel utan um þær og verkefnið. 

3.K í Húsaskóla fór í grendarskóg í vikunni. Þar gerðust nemendur rannsóknarmenn og skoðuðu laufblöð og plöntur gaumgæfilega eftir að hafa undirbúið sig í skólanum. Nemendur höfðu fræðst um og skoðað hin ýmsu tré, laufblöð og plöntur sem þeir svo leituðu að í skóginum. Verkefnin vikunnar var að fara í grenndarskóg og skoða náttúruna í tengslum við dag íslenskrar náttúru. Þegar komið var til baka í skólann skelltu nemendur sér í áskorun vikunnar en það var að planka í 45 sekúndur.

 Í myndasafni Húsaskóla má sjá nokkrar myndir af 3. K í skóginum. 

Útivistareglurnar

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h