Skip to content

Skólahald fellur niður á morgun 14. febrúar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar.

Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.

Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir það fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvilið og björgunarsveitarfólk og aðra sem þurfa nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda.

Frístundaheimili opna þegar viðvörunum lýkur. Eins og staðan er núna er appelsínugul viðvörun í gildi til kl. 15:30

Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í fyrramálið og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum í fjölmiðlum.

Samkvæmt spám á veður að ganga niður eftir hádegi og verður hægt að vera á ferðinni eftir kl. 15 að öllu óbreyttu.

Staðan verður endurmetin í fyrramálið.

https://reykjavik.is/frettir/aftakavedur-morgun-folk-hvatt-til-ad-halda-sig-heima

Veðurviðvaranir: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Weather alerts: https://en.vedur.is/alerts/area/rvk