Skip to content

Upplestrarkeppnin í Húsaskóla

Stóra upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu ár hvert og er fram í lok febrúar. Hún skiptist í tvennt, ræktunar- og hátíðarhluta. Ræktunarhlutinn er sá hluti sem mestu máli skiptir og eru þær vikur í skólunum helgaðar vönduðum upplestri og er í höndum kennara. Í gær var haldin innhússkeppni Stóru Upplestrarkeppninnar í 7. bekk í Húsaskóla þar sem valdir voru þrír nemendur til þess að taka þátt fyrir hönd skólans á lokahátíð í hverfinu sem verður mánudaginn 9. mars kl. 16 í Grafarvogskirkju.

Allir lesarar stóðu sig með mikilli prýði en þeir nemendur sem valdir voru fyrir hönd Húsaskóla í ár voru: Sigrún María Birgisdóttir, Snævar Steffensen Valdimarsson og Arndís Davíðsdóttir sem er varamaður.

Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis 9. mars nk.