Skip to content

Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls Sameykis

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu hefur boðað til ótímabundins verkfalls, sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg, frá og með mánudeginum 9. mars nk. Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum mun leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Fyrirhugað verkfall mun hafa mikil áhrif á skólastarf í Húsaskóla enda sinnir Sameykisfólk þýðingarmiklum störfum hér í skólanum s.s. þrifum, mötuneyti og þáttum er lúta að gæslu, öryggi og stuðningi við nemendur.

Vakin er athygli á því að ef af verkfalli verður, opnar skólinn ekki fyrr en kl. 8.20 þar sem ekki er unnt að bjóða upp á gæslu milli kl. 8.00-8.20

Komi til verkfalls er óhjákvæmilegt að skóladagur nemenda skerðist og verður hann þá sem hér segir:

1.-4. bekkur– nemendur mæta kl. 8:20-9:40 alla daga vikunnar

5.-7. bekkur – nemendur mæta kl. 10:00-12:00 alla daga vikunnar

Endilega fylgist vel með fréttum um helgina en einnig á vefsíðunni: www.reykjavik.is