Skip to content

Sagnorðavinna í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk eru í sjóræningjaþema næstu tvær vikurnar og eru að vinna með bókina Súperamma og sjóræningjarnir. Nemendur voru að fá kynningu á sagnorðum en komu, Helgu kennara sínum, svo sannarlega á óvart þegar þeir bjuggu til sitt stærsta orðasafn sem þeir hafa gert hingað til. Nemendur munu einnig búa til ,,actionary“ spil úr orðunum. Frábær vinna og við hlökkum til að sjá meira frá þessum duglegu nemendum.