Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin Húsaskóla

Stóra upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg í Grafarvogskirkju á mánudaginn 9. mars 2020. Þar tóku nemendur í 7. bekk í grunnskólum Grafarvogs og Kjalarnesi þátt og stóðu allir sig mjög vel. Húsaskóli átti tvo fulltrúa í lokakeppninni, þau Sigrúnu Maríu Birgisdóttur og Snævar Steffensen Valdimarsson. Varamaður þeirra var Arndís Davíðsdóttir. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og hreppti Snævar þriðja sætið, Rimaskóli hlaut fyrstu verðlaun og Foldaskóla önnur og óskum við verðlaunahöfum til hamingju. Við erum stolt af nemendum okkar og kennurum sem komu að upplestrarkeppninni í ár.