Skip to content

Skemmtileg verkefni í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk hafa verið iðnir í nám og leik síðustu vikur frá því að samkomubannið var sett á og þar með skert skólahald. Mörg skemmtileg verkefni hafa verið lögð fyrir, en í síðustu viku var klósettpappír áskorun þar sem halda átti klósettpappírsrúllu á lofti eins og fótbolta. Í þessari viku fengu nemendur nokkur valverkefni og áttu þeir að leysa þrjú af þeim sem voru í boði t.a.m. elda og baka, sem var ansi vinsælt val en fengu jafnframt skýr fyrirmæli um að ganga frá eftir eldamennskuna og baksturinn. Það heyrir nefnilega svo margt undir námsgreinina heimilisfræði. Ragnheiður kennari fékk einnig sendar hugmynd frá nemendum og foreldrum til þess að bæta í valverkefnin. Ein hugmyndin var páskaföndur sem nemandinn hafði fundið á netinu og önnur hugmynd var að gera góðverk. Það verður gaman að sjá hvaða góðverk þessir flottu nemendur munu gera á næstunni.