Skip to content

Rafbók um hvali í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk eru þessa dagana að vinna skemmtilegt verkefni um hvali þar sem samþætt er náttúrufræði og byrjendalæsi. Nemendum var skipt upp í hópa og fengu úthlutað hvaltegund sem þeir lesa sér til um og kynna sér í bókum og á netinu. Því næst búa þeir til fræðitexta um hvaltegundina og finna myndir og setja saman í rafræna bók með aðstoð smáforritsins Book Creator. Það verður gaman að sjá afraksturinn hjá þessum flottu nemendum.