Skip to content

UNICEF fjáröflun fyrir börn í vanda

Í dag tóku allir nemendur Húsaskóla þátt í verkefni UNICEF hreyfingunnar sem er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi.

Nemendum gafst kostur á að leggja sitt af mörkum og safna frjálsum framlögum fyrir börn í vanda. Ákveðið var að fara í göngu um hverfið og stóðu allir sig vel og nutu þess að fara í göngutúr í góða veðrinu.