Skip to content

Frábær dagur í dag

Hann var örlítið blautur þessi dagur og þoka lá yfir borginni. Nemendur hófu morguninn á því að ganga á Úlfarsfell. Nokkrir gerðu sér lítið fyrir og fóru upp á bæði litla og stóra hnúkinn. Þokan var aðeins að trufla útsýnið þegar á toppinn var komið en það rofaði til inn á milli og veðrið var milt. Eftir fjallgönguna beið nemendanna rjómapasta og vatnsleikjastríð. Það hefur alltaf verið mikið stuð og mikið gaman að fá að sprauta aðeins vatni á starfsmenn skólans og yfirleitt koma þeir inn blautari en nemendur eftir þessa skemmtilegu hefð.