Skip to content

Skólaslit í Húsaskóla

Á föstdaginn var Húsaskóla slitið í 29. sinn og með óvenjulegum hætti því engir foreldrar voru viðstaddir. Nemendur 1.-6. bekkjar og allir starfsmenn skólans mættu á sal þar sem Katrín skólastjóri hélt stutta ræðu. Feðgarnir Einar í Skólahljómsveitinni og Baldur í 5. bekk spiluðu ljúfa tóna, Júlíus og Margrét í 6. bekk lásu upp ljóð með stakri prýði, allir sungu með Barnamenningarlaginu hans Daða, Vinaliðar fengu viðurkenningu fyrir vel unnin störf á skólaárinu og liði nr. 2 var veittur titilinn Húsaskólameistarar 2020. Nemendur fóru síðan í heimastofu með umsjónarkennurum og áttu góða stund saman áður en þeir héldu út í sumarið.