Skip to content

Breytingar í stjórnendateymi Húsaskóla

Í sumar var Jóna Rut Jónsdóttir ráðin nýr aðstoðarskólastjóri Húsaskóla.

Jóna Rut Jónsdóttir

Jóna Rut kemur frá Grindavík. Hún hefur víðtæka reynslu af kennslu og hefur bæði starfaði þar við kennslu í grunnskólum og leikskólum. Hún hefur einnig fjölbreytta  reynslu á öðrum sviðum en hún var m.a.  bæjarfulltrúi í Grindavík ásamt því að hafa starfað sem viðskiptastjóri í Bláa Lóninu. Hún er með diplómu í Stjórnun Menntastofnana frá HÍ.

Húsaskóli þakkar Sólveigu Rósu Sigurðardóttur fráfarandi aðstoðarskólastjóra fyrir vel unnin störf og óskar henni góðs gengis á nýjum slóðum.

***

Jóhanna Lovísa Gísladóttir deildarstjóri sérkennslu er í námsleyfi skólaárið 2020-2021 og hefur Kristín Ármannsdóttir sérkennari verið ráðin til að leysa hana af.  Kristín hefur starfað sem sérkennari við Húsaskóla í 1 ár. Áður vann hún sem kennsluráðgjafi í Þjónustumiðstöð Breiðholts, og þar áður sem grunnskólakennari í yfir 20 ár.

Kristín Ármannsdóttir

 

Húsaskóli óskar þeim til hamingju með starfið og hlakkar til samstarfsins með þeim.