Skip to content

Göngum í skólann

Alþjóðlega samstarfsverkefnið Göngum í skólann hófst 2. september s.l. en árlega taka milljónir barna þátt í yfir 40 löndum víðsvegar í heiminum þátt í verkefninu með einum eða öðrum hætti.  Húsaskóli er einn af þessum skólum. Húsaskóli hefur áður tekið þátt í Göngum í skólann verkefninu þar sem unnið hefur verið með ýmsa þætti er tengjast umhverfi, umferð og hreyfingu og hefur árangur okkar verið mjög góður.

Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.  Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu “gönguvænt” umhverfið er.

Með þáttöku hvetjum við til aukinnar hreyfingar og stuðlum að heilbrigðari lífsvenjum allrar fjölskyldunnar. Ávinningurinn felst einnig í minni umferð, hreinna lofti og aukinni samfélagsvitund þar sem framlag hvers og eins skiptir máli. Þetta rímar allt vel við það heilsueflandi skólastarf sem endurspeglast í Menntastefnunni Reykjavíkuborgar.

Verkefninu líkur formlega 30. september.

Áfram gakk!