Skip to content

Ólympíuhlaup Húsaskóla

Miðvikudaginn 16. september stóð heilsuteymi Húsaskóla fyrir Ólympíu skólahlaupi Húsaskóla. Hlaupið var um nágrenni skólans.

1.-4. bekkur hljóp 2,9 km og 5.-7.  bekkur hafði val um að hlaupa annað hvort 5 eða 10 km.

Nemendur stóðu sig alveg frábærlega og var gleðin mikil þegar þau komu í mark.

Samtals var hlaupið 605 km og þar af hlupu 17 manns 10 km.  Glæsilegur árangur.