Skip to content

Maðurinn, náttúran og skynfærin – verkefni á miðstigi

Það var líf og fjör á miðstigi núna í vikunni þegar nemendur tóku þátt í verkefninu maðurinn og náttúran – skynfærin.

Við fengum gestakennara (listamenn frá LÁN* – Listrænt ákall til náttúrunnar) sem tóku þátt í verkefninu með okkur.  Verkefnin voru fjölbreytt og nemendur notuðu umhverfi skólans í vinnu sinni.  Nemendum var skipt upp í hópa og unnu margvísleg verkefni yfir daginn.

Lýsing á einu viðfangefninu: Nemendur velta fyrir sér sambandi manns og náttúru. Hvernig væri ég ef ég væri náttúrulegt fyrirbæri eins og tré, strá eða laufblað. Hvar getum við fundið útlitslegum samsvörunum með manneskju og náttúrunni. Hvar liggja rætur okkar hvaðan fáum við næringu. Hversu mikilvæg er náttúran fyrir manneskjuna?

Í lok verkefnis geta nemendur:

Nýtt ímyndunaraflið þegar þeir tengja náttúruleg fyrirbæri við mannslíkamann.                                                                                                                                        Velt fyrir sér sambandi manns og náttúru.                                                                                                                                                                                                                          Gert tilraunir með ólík efni.

*LÁN er verkefni á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Í LÁN verður markvisst unnið með málefni náttúrunnar með áherslu á vinnuaðferðir list- og verkgreina. Fyrir áhugasama þá er LÁN með facebook hóp slóðin er hér

Allir nemendur komu að þeirri vinnu að gera eina stóra mandölu

Mandölu vinna. Hópur eitt vann mannslíkamann sem heild. Hópur tvö hélt áfram með þau líffæri sem þeim finnst skipta mestu máli. Hópur þrjú lagði áherslu á skynfærin. Hópur fjögur lagði áherslu á hjartað

„Hvar getum við fundið útlitslegum samsvörunum með manneskju og náttúrunni“.

Nemendur fóru út og leituðu af myndefni sem flokkast undir áferð, form, hreyfingu, línur, liti og munstur.

Hver nemandi mótaði plöntumann úr mold og nælon sokkabuxum og sáði nokkrum grasfræjum. Nemendur munu svo halda áfram að rækta og hugsa um plöntumanninn í sinni umsjónarstofu eða heima.