Skip to content

Bleiki dagurinn föstudaginn 16. okt.

Á morgun föstudaginn 16.okt er Bleiki dagurinn. Á vefsíðu bleiku slaufunnar eru landsmenn hvattir til að „bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu“.

Í tilefni dagsins ætlum við í Húsaskóla að klæðast bleikum fötum eða skreyta okkur með einhverju bleiku.

Það væri gaman ef sem flestir geta tekið þátt í átakinu en að sjálfsögðu er það val hvers og eins.