Skip to content

Ath. Starfsdagur á mánudaginn

Vegna nýrra reglugerðar sem tekin er í gildi, varðandi sóttvarnir fyrir skólabörn  verður starfsdagur í skólanum á mánudaginn. Dagurinn verður notaður til að skipuleggja nýtt fyrirkomulag fyrir hvern bekk  í samræmi við hertar  sóttvarnarreglur.

Foreldrar fá síðan tölvupóst seinnipartinn á mánudaginn varðandi  nýtt fyrirkomulag. Skólastarf hefst síðan með breyttu sniði á þriðjudaginn.