Skip to content

Verðlaunahafar Íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík í Húsaskóla

Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. voru afhent Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík hér í skólanum. Vanalega þá fer verðlaunafhendingin fram í Hörpunni,  en að þessu sinni (vegna samgöngutakmarkanna) þá fór afhendingin fram inn í bekk hjá þeim nemendum sem hlutu verðlaunin.

Í ár þá hlutu eftirfarandi nemendur verðlaunin í Húsaskóla:

Í 3. bekk, Freyr Magnússon:

Freyr er fróðleiksfús og samviskusamur í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur sýnt lestri og bókmenntum mikinn áhuga en auk þess hefur hann sýnt framúrskarandi árangur í lestri þrátt fyrir ungan aldur og skamma skólagöngu.

Hann hefur einkar gott vald á tungumálinu okkar, hvort sem er í ræðu eða riti og sýnir hann íslenskum orðum og merkingu þeirra einnig mikinn áhuga.

Allt frá upphafi skólagöngu sinnar hefur hann sýnt einstaka hæfileika og sköpunargleði í uppbyggingu sagna og frjálsrar ritunar. Hann glæðir sögur sínar fjölbreyttu og fallegu máli og er hugmyndaríkur þegar kemur að því að útbúa söguþráð, sögupersónur og umhverfi.

Freyr sýnir bæði sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og er öðrum nemendum góð fyrirmynd.

Katrín skólastjóri afhendir Frey verðlaunin

 

í 6. bekk, Cumali Yigit Sarpkaya: 

Fyrir að hafa sýnt miklar framfarir í íslensku.

Hann sýnir tungumálinu okkar mikinn áhuga og leggur mikið á sig til að ná góðum tökum á málinu. Hann hefur sýnt ótrúlegan árangur í töluðu máli á skömmum tíma og er ófeiminn að tjá sig og er metnaðarfullur í öllu námi.

Katrín skólastjóri afhendir Yigit verðlaunin

 

Húsaskóli óskar Frey og Yigit innilega til hamingju.