Skip to content

Skólahald „venjulegt“ að nýju hjá öllum nemendum eftir helgi

Frá og með mánudeginum 23. nóvember þá verður skólahald í Húsaskóla „venjulegt“ að nýju eins og hægt er miðað við nýjustu sóttvarnarreglur.

Allir árgangar mæta skv. stundaskrá kl 8:20. Sund og íþróttir verða aftur leyfðar og minnum við á að koma með sundföt á mánudaginn.

Allir árgangar fá hádegismat.

Skóla lýkur hjá hverjum árgangi samkvæmt stundatöflu.

Nemendur þurfa ekki lengur að vera með grímur í skólanum og á útisvæði.

Val getur ekki hafist á miðstigi að sinni en nemendur fara í hópa með sínum bekk og vinna fjölbreytta vinnu hvort sem það er í listgreinum eða öðru.