Skip to content

Fjarjólaball Húsaskóla

Þetta árið þá höfðu jólasveinarnir ekki tök á að koma í heimsókn í skólann á hið árlega jólaball. Þannig að þá voru góð ráð dýr og var ákveðið að fá þá til að senda nemendum jólaballið rafrænt. Í dag voru litlu jólin í skólanum og horfði hver og einn bekkur á kveðjuna rafrænt inn í sinni stofu, vakti það mikla lukku og höfðu nemendur gaman að. Í framhaldinu þá komu skólastýrur inn í bekkina með glaðning frá jólasveinunum sem allir nemendur fengu.

Hér er slóð á Fjarjólaball Húsaskóla ef áhugi er fyrir að horfa á það aftur.