Skip to content

Helgileikur í Húsaskóla

Það hefur verið árleg hefð hér í skólanum að nemendur í 7. bekk æfi helgileik fyrir jólin og sýni hann svo nemendum skólans og foreldrum fyrir jól. Þetta árið var ekki hægt að viðhalda þeirri hefð að sýna hann á sal vegna fjöldatakmörkunnar. Í staðinn var farið þá leið að taka helgileikinn upp og sýna hann inn í hverri bekkjarstofu á litlu jólunum í dag.

Nemendur í 7. bekk stóðu sig með mikilli prýði í þessarri sýningu og erum við  í Húsakóla einstaklega stolt af þeim.

Hér er hægt að horfa á helgileikinn.