Skip to content

Gleðilegt nýtt ár 2021

Nemendur og starfsfólk skólans óska öllum gleðilegt nýtt ár og þakkar fyrir það gamla.

Nú á þessum fyrstu vikum nýs ár þá er starf skólans komið á fullt og frá og með næstu viku þá byrjar einnig val á miðstigi sem hefur legið niðri þar sem blöndum nemenda var ekki leyfð v/Covid fyrr en nú.

Vonað er að það komi ekki til fleiri hafta og að skólahald geti gengið eðlilega fram á vor.

Áfram verður viðhaldið persónulegum sóttvörnum og er skólinn enn lokaður fyrir gesti. Ef fólk þarf nauðsynlega að koma inn í skólann þá er hægt að hringja á undan sér og fá sérstakt leyfi.