Skip to content

Lífshlaupið byrjað

Nú er Lífshlaupið byrjað og ætlar Húsaskóli að taka þátt í því að krafti.

Það var byrjað á fullu í íþróttum í gær með Maraþon áskorun á hvern bekk. Hver bekkur hljóp/gekk heilt maraþon í íþróttatímanum, gríðarlega vel gert hjá þeim.

Kennarar munu bæta við ýmiskonar hreyfingu inn í kennsluna þessar vikurnar til að bæta við skráninguna. Foreldrar eru einnig hvattir til að hvetja þau áfram til meiri hreyfingu næstu vikunar en þau stunda öllu jafna.

Áfram Húsaskóli!