Skip to content

Húsaskóli í bíó

Í dag fóru nemendur í Húsaskóla í bíó.

Ferðin var farin sem verðlaun fyrir góðan árangur í lestrarátaki sem er að ljúka í skólanum og frábæran árangur í Lífshlaupinu. Skólinn og foreldrafélagið buðu upp á bíósýninguna og fengu allir líka popp. Yngstastigið fór á bíómyndina Drekatemjarinn og miðstigið á bíómyndina Cats and Dogs 3: Paws Unite!

Nemendur eru einnig búnir að vera mjög duglegir í Lífshlaupinu og er skólinn eins og er í 1. sæti yfir skóla af stærðargráðunni 90-299 nemendur. Þannig að sem liður í að taka þátt í Lífshlaupinu þá gengu nemendur fram og til baka í Egilshöllina.

Það voru þreyttir en glaðir nemendur sem komu til baka eftir ferðina og  all gekk að óskum.

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar í ferðinni.