Skip to content

Draugahús á Öskudaginn

Hefð er fyrir því á Öskudegi hér í Húsaskóla að nemendur í 7.bekk útbúi draugahús fyrir aðra nemendur skólans til að ganga í gegnum. Það var engin breyting á því í gær og var draugahúsið einstaklega vel útbúið hjá þeim. Nemendur gátu valið hvort að þeir gengu inn í það með slökkt eða með kveikt ljósin. Vakti draugahúsið mikla lukku og nemendur skemmtu sér vel.  Vel gert 7. bekkingar.