Skip to content

Fjallganga á Úlfarsfell

Allur skólinn lagði af stað s.l. föstudag í rútum og lá leiðin í fjallgöngu á Úlfarsfell. Gaman er að segja frá því að nánast allir fóru upp á topp og nokkrir nemendur hlupu gönguleiðina 2x. Þegar niður var komið þá beið hádegisnesti fyrir nemendur og fóru allir saddir og sælir heim í helgarfrí.