Skip to content

Skólabyrjun

Jákvæðni - Virðing - Samvinna

Nú fer nýtt skólaár að byrja og verður skólasetning mánudaginn 23. ágúst kl. 8:30. Það er nýjung hjá okkur að vera með fullan skóladag á skólasetningadaginn.

Nemendur mæta einir í skólann og umsjónakennarar taka á móti sínum nemendum í heimastofum. Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólann nema nauðsyn krefji og þá með grímur og spritta sig.

Allir nemendur fá póst frá sínum umsjónakennara með upplýsingum um fyrsta skóladaginn.

Nemendur í 1. bekk koma ekki á skólasetningu þeir eru boðaðir í viðtöl til umsjónakennara á mánudeginum og þriðjudeginum 23. og 24. ágúst. Byrja síðan fullan skóladag miðvikudaginn 25. ágúst.