Skip to content

Húsaskóli fær Regnbogavottun Reykjavíkuborgar

Húsaskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkuborgar. Til þess að fá vottunina þarf starfsfólk að taka þátt í fræðslu um hinsegin málefni og rýna þjónustuna sem veitt er á starfsstaðnum. Fræðslan byggir á ýmsum skemmtilegum verkefnum um hinseginleika en hún beinist einnig að því að skoða með hvaða hætti hver og einn vinnustaður geti verið hinseginvænni.

Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.

Reykjavík er umburðarlynd og frjálslynd mannréttindaborg sem leggur metnað sinn í að vera til fyrirmyndar þegar kemur að aðgengi allra að samfélaginu.

Þessir starfsstaðir hafa þegar hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar:

 • Vesturbæjarlaug (2020)
 • Ylströndin (2020)
 • Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn (2021)
 • Skrifstofa ÍTR (2021)
 • Breiðholtslaug (2021)
 • Borgarbókasafnið Gerðubergi (2021)
 • Laugarnesskóli (2021)
 • Grafarvogslaug (2021)
 • Húsaskóli (2021)
 • Borgarbókasafnið Árbæ (2021)
 • Borgarbókasafnið Spöng (2021)

Fyrir áhugasama eru nánari upplýsingar hér um málið: https://reykjavik.is/regnbogavottun-reykjavikurborgar