Síminn kominn í lag.

,,Áhrifin sem þið hafið á aðra er það dýrmætasta sem til er"

Þetta eru orð Jims Carreys sem Þorgrímur Þráinsson gerði að sínum í fyrirlestri sem hann hélt fyrir miðstig í morgun. 
Hann ræddi um leiðtogahæfileika og að það skiptir máli að setja sér markmið ásamt því að segja frá lífinu í Frakklandi í sumar með landsliðsstrákunum okkar.  

Dugnaður - gleði - samkennd - agi - einbeiting - liðsheild - virðing - hjálpsemi eru þeir þættir sem allir eiga að hafa í huga.

Hann ræddi einnig að maður situr sjálfur við stýrið og það er ekki foreldrum, kennara að kenna ef markmiðin nást ekki. 

  • Talið við þann sem er einmanna
  • gefið af ykkur
  • sýnið dugnað
  • bætið ykkur
  • æfið það sem þið þurfið að æfa þó það sé ekki alltaf skemmtilegt.
  • takið til í herberginu ykkar
  • passið umhverfi ykkar vel 
  •  segið aldrei ALDREI ég nenni þessu ekki

Það voru áhugasamir nemendur sem hlustuðu á ráð Þorgríms í morgun og fékk hópurinn hrós fyrir góða áheyrn frá kappanum. 

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h