Bangsadagur hjá 2. K

Margir komu með bangsann sinn í skólann en í 2. K var stór bangsadagur þar sem verkefni dagsins tengdist böngsum og bjuggu m.a. til bók. Heppnaðist dagurinn vel og nutu krakkarnir sín í botn. 

Alþjóðlegur bangsadagur 27. október 2016

Við í Húsaskóla ætlum að taka þátt í alþjóðlegum bangsadegi og bjóðum því námsfúsum böngsum með í skólann, fimmtudaginn 27. október. Nemendur mega líka mæta í náttfötum þennan dag, þeir sem það óska. 

Heimildir herma að 1902 hafi þáverandi forseti Bandaríkjana Theodore Roosevelt neitað að skjóta bjarnarhún á veiðum og vakti það áhuga heimspressunnar. Þessi mynd sem birtist í Washington Post vakti áhuga búðareiganda í New York sem bjó til nýtt leikfang, bangsa eða Teddy Bear upp á ensku.

 

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h