Heimsins lengsti parís?

Í gær var yndislegt að sjá nokkra duglega snillinga í Frístund. Þeir voru búnir að búa til langan orm í kringum skólann og númera hellurnar. Þvílík vinna sem þarna fór fram og góð æfing í talningu. Við hin fáum að njóta afrakstur fram að næstu rigningu. Þetta er lengsti "parís" sem við vitum um. 

 

2. L fór í grenndarskóginn

Veðrið leikur við okkur og þá er tilvalið að nýta umhverfið til náms. Húsaskóli er það heppinn að hafa aðgang að grenndarskógi.
2. L nýtti góða veðrið fyrir leiki og fór í grendarskóginn. Þar gerðu þau athugun á gróðri, veðri og dýralífi í tengslum við náttúrufræði.

Hér má sjá ágúst myndir úr skóginum. 

 

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h