Matseðill 24. október - 4. nóvembers

Í dag var dýrindis kjötsúpa í matinn og passaði það vel í fyrsta vetrarsnjónum (slabbinu). Nemendur margir hlökkuðu mikið til að geta byggt snjóhús og karla enda skemmtileg iðja. Veður fer samt hlýnandi aftur en áður en við vitum af verður veturinn kominn og þá er gott að hafa hlýjan fatnað tiltaks og vel merktan.
Hér má sjá matseðil næstu tvær vikur. Á föstudaginn ætlar nemendaráð að funda og hafa boðið kokknum með sér og verður gaman að sjá hugmyndir þeirra á næstu matseðlum.

Vikan 24. -28. október

Mánudagur- Haustfrí

Þriðjudagur- Íslensk kjötsúpa, brauðbollur og ávextir

Miðvikudagur- Pylsupasta, hvítlauksbrauð, salat og ávextir

Fimmtudagur- Fiskibollur, hrísgrjón, karrysósa, salat og ávextir

Föstudagur- Naglasúpa, samloka með skinku og ost og ávextir

Vikan 31. október - 4. nóvember

Mánudagur- Soðin ýsa, rúgbrauð, tómatsósa, salat og ávextir

Þriðjudagur- Nautapottréttur, kartöflumús, grænmeti og ávextir

Miðvikudagur- Mexíkósk súpa, nachos, hvítlauksbrauð, sýrður rjómi, ostur og ávextir

Fimmtuagur- Plokkfiskur, rúgbrauð, salat og ávextir

Föstudagur- Skyr, brauð með skinku og ost, ávextir

 

Haustfrí

Haustfrí nemenda og starfsfólks er framundan og verður skólinn því lokaður 20., 21. og 24. október. Nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 25. október samkvæmt stundatöflu. Skóladagatal má finna hér á heimasíðunni undir hagnýtar upplýsingar. 

Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir Reykjavíkur bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ókeypis er inn á söfn borgarinnar fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Dagskrá má finna á vef Reykjavíkurborgar

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h