Skólabyrjun

Skólabyrjun fór vel af stað í Húsaskóla og eftir því tekið hvað nemendur eru kátir og glaðir. Við fáum mat sendan frá Skólamat og hafa nemendur og starfsfólk verið ánægð með matinn þessa fyrstu viku. Hér í myndaalbúminu eru myndir frá fyrsta og fyrstu skóladögunum. Nemendur 5. B fundu skóhillur sínar og nú þurfa þeir að ganga upp á aðra hæð í kennslustofur, þeir eru að kynnast lífinu á miðstigi og standa sig ljómandi vel. Í vikunni fór 5. B út í skóg  og tóku íþróttatíma í útivist með umsjónarkennara þar sem David er í feðraorlofi þessa vikuna, þar fundum við ber og nutum góða veðursins. 
1. M er kátur 12 manna hópur og hafa verið að læra á nýtt umhverfi, reglur og venjur og gengur skólabyrjun vel, í myndaalbúminu sem fylgir fréttinni má sjá myndir af þeirra fyrsta skóladegi. Einnig heimsóttu við alla bekki og smelltum af nokkrum myndum.

Skólaárið 2016 - 2017 er hafið

Skólamatur

Kolbrún Lilja hefur verið ráðin kokkur Húsaskóla og hefur hún störf í lok september. Þangað til mun Skólamatur sjá um mat fyrir nemendur og starfsfólk. Matseðil má nálgast hér.

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h