6. I á Úlfljótsvatn

6. I er búinn að vera eina nótt á Úlfjótsvatni og gengur alveg afskaplega vel hjá þeim. Þau eiga eftir að vera aðra nótt en skólabúðirnar eru 3 dagar. 
Við í Húsaskóla erum afar ánægð að þetta sé mögulegt en verkefnið er samstarf milli foreldra og skólans varðandi fjármagn. 
Á Úlfjótsvatni er heilmikil dagskrá og má fræðast um hana á vefslóð skólabúðanna á Úlfljótsvatni. Þessi mynd var tekin við brottför í gærmorgun en allir nemendur fóru með í ferðina. 

 

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Eins og segir á vef umhverfisráðuneytis þá hefur fátt mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi nátturufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. 
Í Húsaskóla höldum við upp á daginn og hugði hver árgangur að umhverfi sínu og nutu náttúrunnar sem við sannarlega höfum aðgang að hér í hverfinu.  Í myndaalbúminu hér að neðan má sjá myndir frá ferð 1. og 4. bekkjar í grendarskóginn. 

 

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h