2017 Norræna skólahlaupið og átakið Göngum í skólann

Þann 4. október hlljóp 161 nemandi í árlegu Norrænu skólahlaupi. Þeir hlupu samtals 815 km.  

1.N - 13 nemendur hlupu  32,5 km

2. M - 16 nemendur hlupu  40 km

3.L - 27 nemendur  hlupu 67,5 km

4. K  - 24 nemendur hlupu 60 km

5. A - 26 nemendur hlupu - 205 km

6. B - 29 nemendur hlupu - 250 km

7. I  - 26 nemendur hlupu  - 160 km

Þann sama dag lauk átakinu Göngum í skólann sem stóð yfir í mánuð. Áslaug kennari hélt utan um það verkefni með fjölbreyttum verkefnum en auk þess að hvetja til virks ferðamáta til og frá skóla voru farnar hverfisgöngur, núvitundargöngur og skógargöngur.  Hefð hefur skapast að veita þeim bekk sem stendur sig best á hvoru stigi gullskóinn. Í ár var það 3. L á yngsta stigi og 7. I á miðstiginu en þau voru með 100% virkan ferðamáta til og frá skóla. 6. B kom einnig mjög nálægt því marki en þar höfðu nokkrir nemendur gleymt að skrá þannig að ekki var hægt að reikna það út með nákvæmum hætti. Frábær árangur hjá miðstigi og hefur hann ekki verið svona góður í manna minnum. Við hvetjum að sjálfsögðu nemendur okkar að halda áfram að ganga í skólann - betri heilsubót finnst varla. 

Myndir frá þessum degi má sjá í myndasafni skólans (efst til hægri á heimasíðunni).

 

Körfubolti

6. bekkir í Grafarvogi tóku þátt í Grunnskólamóti Grafarvogs sem haldið var af körfuboltadeild Fjölnis þann 27. september. Drengjalið Húsaskóla stóð uppi sem sigurvegari eftir skemmtilega keppni undir stjórn Davids Patchell. Fleiri myndir má finna í myndaalbúmi hér hægramegin efst á síðunni okkar. 

Til hamingju 6. B í  Húsaskóla! 

 

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h