5. B í heimsókn á Þjóðminjasafn Íslands

5. B heimsótti Þjóðminjasafn Íslands og fékk fræðslu um landnám Íslands.

 

Stóra upplestrakeppnin

Stóra upplestrakeppnin er haldin árlega í 7. bekkjum landsins. Á degi íslenskrar tungu í nóvember hefst námsferlið og í framhaldi er lögð rækt við vandaðan upplestur og framburð í hverjum bekk. Þessu tímabili lýkur í lok febrúar og í mars eru svo lokahátíðir haldnar víða um land. 

Þann 28. febrúar héldum við upplestrakeppni í Húsaskóla.Þau Karl Ísak, Daria og Stefanía Tera vermdu þrjú efstu sætin og fóru Karl Ísak og Daría í lokakeppnina fyrir hönd okkar. Stefanía var tilbúin sem varamaður þannig að þau þrjú lögðu mikla vinnu í verkefnið og stóðu sig afar vel.

Á hverju ári eru skáld keppninnar og í ár voru það Andri Snær Magnason og lásu keppendur texta úr Bláa hnettinum og ljóðskáld keppninnar Steinunn Sigurðardóttir og völdu nemendur úr úrvali ljóða hennar eitt ljóð til að lesa. Í þriðju og síðustu umferð lesa nemendur svo ljóð að eigin vali. Á milli umferða lék Hekla Sif nemandi í Skólahljómsveit Grafarvogs og 6. I Húsaskóla á marimbu og má sjá fyrra atriði hennar á Facebook síðu Húsaskóla.

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h