Skip to content
09 okt'20

Mikil sköpun í myndmennt í vali hjá miðstigi

Nú er fyrsta valtímabil að klárast hjá nemendum á miðstigi. Nýtt tímabil byrjar mánudaginn 12. okt. Í myndmennt voru mörg listaverkin sem nemendur gerðu og eru þau farin að prýða veggi skólans. Hér fyrir neðan eru nokkur listaverkin sem unnin voru í valinu,  

Nánar
02 okt'20

Maðurinn, náttúran og skynfærin – verkefni á miðstigi

Það var líf og fjör á miðstigi núna í vikunni þegar nemendur tóku þátt í verkefninu maðurinn og náttúran – skynfærin. Við fengum gestakennara (listamenn frá LÁN* – Listrænt ákall til náttúrunnar) sem tóku þátt í verkefninu með okkur.  Verkefnin voru fjölbreytt og nemendur notuðu umhverfi skólans í vinnu sinni.  Nemendum var skipt upp í…

Nánar
18 sep'20

Ólympíuhlaup Húsaskóla

Miðvikudaginn 16. september stóð heilsuteymi Húsaskóla fyrir Ólympíu skólahlaupi Húsaskóla. Hlaupið var um nágrenni skólans. 1.-4. bekkur hljóp 2,9 km og 5.-7.  bekkur hafði val um að hlaupa annað hvort 5 eða 10 km. Nemendur stóðu sig alveg frábærlega og var gleðin mikil þegar þau komu í mark. Samtals var hlaupið 605 km og þar…

Nánar
10 sep'20

Starfsdagur í Húsaskóla á morgun

Á morgun föstudaginn 11. september verður starfsdagur í Húsaskóla samkvæmt skóladagatali. Því er frí hjá nemendum þennan dag. Nemendur mæta síðan aftur í skólann skv. stundartöflu mánudaginn 14.september.

Nánar
31 ágú'20

Lestrarsprettur í Húsaskóla 31.ágúst – 10. september

Nú er að hefjast lestarsprettur í Húsaskóla. Nemendur hafa fengið upplýsingar heim varðandi fyrirkomulagið á sprettinum. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að taka þátt í átakinu með nemendum. Hér er slóð á bækling þar sem kynntar eru hugmyndir fyrir foreldrum hvernig þeir geta hjálpað börnum sínum með lestur og ritun.  

Nánar
22 jún'20

Sumarkveðja

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi 5. ágúst. Skólasetning og fyrsti skóladagur verður mánudaginn 24. ágúst 2020. Hér má nálgast drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár. Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst. Starfsfólk Húsaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á…

Nánar
10 jún'20

Óskilamunir

Allir óskilamunir sem hafa safnast saman í skólanum í ár eru nú á borðum í matsalnum. Hægt er að koma við og athuga hvort þið kannist við eitthvað af þessum óskilamunum til kl. 14 föstudaginn 19. júní en eftir það förum með þetta í Rauða krossinn.

Nánar
09 jún'20

Sumarlestur 2020

Inn á vef Menntamálastofnunnar má finna upplýsingar um sumarlesturinn 2020; Sumarlesturinn 2020 er í formi lestrarlandakorts og tilgangurinn þessu sinni er að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir bóka og auðvitað að hvetja þau til lestrar. Lestrarlandakortin eru í tveimur útfærslum:  Ævintýralestrarlandakortið er hugsað fyrir yngri nemendur og Lestrarlandakortið fyrir eldri nemendur. Á bakhlið landakortsins er…

Nánar
08 jún'20

Skólaslit í Húsaskóla

Á föstdaginn var Húsaskóla slitið í 29. sinn og með óvenjulegum hætti því engir foreldrar voru viðstaddir. Nemendur 1.-6. bekkjar og allir starfsmenn skólans mættu á sal þar sem Katrín skólastjóri hélt stutta ræðu. Feðgarnir Einar í Skólahljómsveitinni og Baldur í 5. bekk spiluðu ljúfa tóna, Júlíus og Margrét í 6. bekk lásu upp ljóð…

Nánar