Skip to content

Að byrja í Húsaskóla – 1. bekkur

Innrita þarf alla nýja nemendur á Mínum síðum-Rafræn Reykjavík.

Innritun fyrir nemendur í 1. bekk er sér á bjargey.reykjavik.is

Að vori áður en 1.bekkur hefst þá fá öll innrituð börn bréf frá skólanum þar sem þeim og foreldrum er boðið í skólann í vor og dvelja þar í um 2 kennslustundir á Skólafærnisnámskeiði.  Nemendur fara í skólastofu þar sem þeir kynnast skólastarfinum á meðan fá foreldrar kynningu á skólanum og bækling sem heitir „Að byrja í Húsaskóla“ . 

Að hausti er nemanda ásamt foreldrum, boðaður í viðtal hjá umsjónarkennara áður en skólastarf hefst.

Foreldrar fara síðan á síðari hluta Skólafærnisnámskeiðsins í september.

Hér er hægt að nálgast nokkra góða punkta fyrir skólaárið í Húsaskóla.

 

Íslenska grunnskólakerfið – myndbönd

Hér gefur að líta glæsileg myndbönd þar finna má greinagóða lýsingu á íslenska grunnskólakerfinu. Myndböndin eru sérstaklega gagnleg fyrir foreldra sem eru eiga börn sem eru að hefja skólagöngu. Myndböndin má finna á íslensku, ensku, filipseysku, pólsku og arabísku. En til stendur að talsetja myndbandið á enn fleiri tungumálum.