Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar Húsaskóla

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Þeir gegna hlutverki verkstjóra með því að halda utan um verkefni og miðla þeim áfram. Þeir eru tengiliðir foreldra og umsjónarkennara ef koma þarf sérstökum málum á framfæri við stjórn foreldrafélags eða skólaráð.

Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir til fjórir í hverjum árgangi og a.m.k. einn komi úr hverjum umsjónarhópi. Foreldrar hverrar bekkjardeildar velja nýjan bekkjarfulltrúa í síðasta lagi fyrir lok maí ár hvert og situr a.m.k. einn áfram. Það er á ábyrgð fráfarandi bekkjarfulltrúa að leitast við að útvega fulltrúa í sinn stað. Fráfarandi bekkjafulltrúum ber að miðla upplýsingum og gögnum sem tengjast foreldra- og bekkjarstarfi til nýrra fulltrúa.

Bekkjarfulltrúar fyrir væntanlegan 1. bekk eru valdir á kynningarfundi foreldra í skólanum að vori eða í síðasta lagi á fyrsta fundi að hausti.

Stjórn foreldrafélagsins boðar bekkjarfulltrúa á a.m.k. tvo fundi á vetri, í 1.–2. viku skólaársins og í 2.-3. viku janúar. Á þessum fundum er farið yfir verkefni vetrarins og raðað í verkefnahópa. Fulltrúar verkefnahópa bera ábyrgð á framkvæmd verkefnanna og fá til liðs við sig foreldra.

Fastir stjórnarfundir skulu standa bekkjarfulltrúum opnir og eru þeir hvattir til að koma á framfæri hugmyndum foreldra sem miða að því að efla samstarf og jákvæðan anda í foreldrastarfi.

Einn bekkjarfulltrúi úr hverjum árgangi situr í stjórn foreldrafélagsins. Bekkjarfulltrúar hvers árgangs koma sér saman um hver þeirra býður sig fram til stjórnarsetu og í hvaða röð hinir eru til vara. Kosið er um stjórn á aðalfundi sbr. 4 gr. laga. Foreldrafélags Húsaskóla.

Nánar um hlutverk bekkjarfulltrúa:

  • Hann kallar saman foreldra barnanna í bekknum eigi sjaldnar en tvisvar á ári, í fyrra skiptið í upphafi skólaárs, eigi síðar en í lok septembermánaðar.
  • Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra/forráðamanna og nemenda auk þess að leitast við að treysta samband heimila og skóla innan hverrar bekkjardeildar.
  • Bekkjarfulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjarkvöld, viðburðir, foreldrarölt og umræðufundir. Stefnt skal að því að halda a.m.k. tvær uppákomur/skemmtanir á hverjum vetri.
  • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra við umsjónarkennara og koma sjónarmiðum foreldra á framfæri þegar þess er þörf. Í samvinnu við kennara skipuleggja þeir í upphafi skólaárs almennan fund með foreldrum þar sem bekkjarstarf vetrarins er skipulagt.
  • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldraráð og skólaráð og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins sem fundar a.m.k. tvisvar á vetri.
  • Bekkjarfulltrúar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi andann í bekknum, bekkjarstarfið og störf foreldra í bekknum.
  • Bekkjarfulltrúar fylgjast með komu nýrra nemenda, bjóða velkomna og virkja inn í Facebook grúbbur árganga.
  • Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.
  • Bekkjarfulltrúar kjósa eftirmenn sína að vori og tilkynna breytingu til stjórnar. Þeir miðla upplýsingum til nýrra bekkjarfulltrúa.
  • Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

 Bekkjarfulltrúar skólaárið 2016 - 2017

1M Aldís Rut Gísladóttir
1M María Rut Baldursdóttir
1M Fanney Skarphéðinsdóttir
1M Hjördís Gísladóttir, 
1M Hjördís Elín (Dísella)
2L Einar Jónsson
2L Íris Sigurbjörnsdóttir
3K María Garðarsdóttir
3K Steinunn Þórdís Sævarsdóttir
4A Viktoría Valdís Guðbjörnsdóttir
4A Hrefna Björk Jóhannsdóttir
4A Jón Hinrik Hjartarson
5B Berglind Zoëga
5B Jón Árni Ólafsson
6I Berglind Alfreðsdóttir
6I Anna Rós Ívarsdóttir
6I Álfheiður Sif Jónasdóttir
7F Anna Guðmundsdóttir
7F Esther Angelica Óttarsdóttir

Prenta |