Skip to content

Stjórn foreldrafélagsins/skólaráð

Foreldrafélag Húsaskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag er félag foreldra sem vinnur að ýmsum málum tengdum skólanum og nemendum hans. Í félaginu eru allir foreldrar sem eiga börn í viðkomandi skóla. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að vera meðlimur.

Foreldrafélagið er rekið af stjórn sem er mynduð af foreldrum sem eru kosnir í stjórn yfirleitt á aðalfundi félagsins ár hvert. Allir foreldrar í skólanum hafa kosningarétt.

Á aðalfundi félagsins er ákvörðun um verkefnasjóðsgjald tekin ár hvert og sjóðurinn er notaður til að kaupa inn fyrirlestra fyrir foreldra, vorhátíð, útgáfu símaskrár og fleira.

Foreldrafélög eru lögbundin og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Lögin má skoða hér: Lög um grunnskóla nr. 91/2008.

Hlutverk foreldrafélags er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla.

Foreldrafélagið á tvo fulltrúa í skólaráði.

Bekkjarfulltrúar eru fulltrúar foreldrafélagsins inn í hverjum bekk eða árgangi.

Lög Foreldrafélags Húsaskóla (pdf skjal)

 

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

Stjórn félagsins

Stjórn foreldrafélagsins 

Formaður Ólafur Kári Júlíusson 

Gjaldkeri Helga Ásdís Jónasdóttir 

Ritari Guðný Halla Hauksdóttir

1 María Magdalena Steinarsdóttir 

2 Sigurdís Sóley Lýðsdóttir

3 Ingunn Tangen 

4  Aldís Rut Gísladóttir 

5 Sveinn Þórarinsson 

6 Hákon Örn Birgisson 

7 Anna Sigríður Gunnarsdóttir

 

Skólaráð:

Handbók um skólaráð

Foreldrar hafa fulltrúa í Skólaráði Húsaskóla. Sem skólaráðsfulltrúi getur þú haft áhrif á skólahaldið og velferð nemenda og þar með stuðlað að því að allir nemendur njóti eins góðrar skólagöngu og unnt er í samræmi við ákvæði grunnskólalaga og aðalnámskrá grunnskóla. Útgefin hefur verið handbók þar sem nánar er skýrt frá því hvert hlutverk skólaráðs er og bent á hagnýtar leiðir sem skólaráðið getur haft til hliðsjónar í störfum sínum. Hér er hægt að nálgast handbókina. 

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr.6 gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.(hluti 8.greinar laga um grunnskóla(2008)).

  1. fundur 23. sept. 2021, kl. 8:30-9:30   – Fundagerð
  2. fundur 28. okt. 2021, kl. . 8:30-9:30 – Fundagerð
  3. fundur 25. nóv. 2021, kl. . 8:30-9:30 – Fundargerð
  4. fundur 27. jan. 2022, kl. . 8:30-9:30 – Fundargerð
  5. fundur 24. feb. 2022, kl. . 8:30-9:30
  6. fundur 28. apríl 2022, kl. . 8:30-9:30
  7. fundur 19. maí 2022, kl. . 8:30-9:30
  8.  

Fulltrúar skólaráðs:


Katrín Cýrusdóttir                           Skólastjóri                                                    Katrin.Cyrusdottir@rvkskolar.is
Kristín Ómarsdóttir                        Kennara (2021)                                         kristin.omarsdottir@rvkskolar.is
Ingibjörg Kristinsdóttir                 Kennara (2020)                                         ingibjorg.kristinsdottir@rvkskolar.is
Sigrún Helgadóttir                           Fulltr. starfsmanna (2019)                  sigrun.helgadottir@rvkskolar.is
Helga Ásdís Jónasdóttir               Fulltr. foreldra (2021) 
Svava Þorsteinsdóttir                    Fulltr. foreldra (2018) 
Erla Bára Ragnarsdóttir               Fulltr. grendars.fél. (2019)                  Erla.Bara.Ragnarsdottir@rvkfri.is
Ríkharður Berg Ívarsson             Fulltr. nemenda 6.b (2021)                  Varam.: Arna Dís Gísladóttir
Ída María Jóhannsdóttir              Fulltr. nemenda 7.b (2020)                 Varam.: Helga Björk Davíðsdóttir

 

Eldri fundargerðir:

Fundargerð september 2018

Fundargerð október 2018

Fundargerð nóvember 2018

Fundargerð – desember 2018

Fundargerð – janúar 2019

Fundargerð – mars 2019

Fundargerd – apríl 2019

Fundargerð júní 2019 (aðalfundur)

Ársskýrsla 2018-2019

Fundargerð september 2019

Fundargerð október 2019

Fundargerð nóvember 2019

Fundargerð janúar 2020

Fundargerð febrúar 2020

Fundargerd í mars 2020

Fundargerd april 2020

Fundargerð maí 2020

Ársskýrsla 2019-2020

 

Fréttir úr starfi

Skoða fréttir