Skip to content

Foreldrasamstarf

Foreldrasamstarf

Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla. Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna.

 

Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli

Rannsóknir hafa sýnt að virkni foreldra skiptir miklu máli þegar kemur að forvörnum. Hér eru ýmsar upplýsingar um hvernig foreldrar geta aukið hlutdeild sína í lífi barna sinna og hvernig uppteknar fjölskyldur geta fundið stundir til að verja með börnunum sínum og fyrir þau.

Einföld og góð leið til að vera virkir foreldrar er að taka þátt í foreldrastarfi í skóla barnanna okkar. Það eru ekki margar vinnustundir sem þarf til þess að láta gott af sér leiða og eru mörg verkefni sem þarf að sinna sem taka aðeins nokkrar klukkstundir á ári.

Heimasíða verkefnisins: http://samfok.is/virkirforeldrar

Facebook síða verkefnisins https://www.facebook.com/virkirforeldrar/

Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli er samstarfsverkefni SAMFOK og Heimilis og skóla sem er unnið af Skjáskot í samvinnu við Rannsóknir og greiningu og SAMAN-hópinn.