Lesturinn okkar!

 

Þessi ánægjulega mynd varð til þegar við skoðuðum dreifingu lesfimis síðustu þriggja ára. Lesfimiseinkunnir nemenda okkar falla í fjóra flokka og miðum við hér við nýju lesfimisviðmið Menntamálastofnunar (MMS). Í grænan flokk falla þeir nemendur sem hafa náð metnaðarfyllstu markmiðum MMS og gerir MMS ráð fyrir að 25 % nemenda falli í þann flokk. Í ljósgrænan flokk eru þeir sem hafa náð meðalviðmiðum sem ætlast er til að 50% nemenda hvers árgangs nái. Í gulan flokk falla þeir sem hafa náð lámarksviðmiðum MMS og ættu 90% nemenda að ná þeim viðmiðum á landsvísu. Rauði flokkurinn eru þeir nemendur sem eru undir lágmarksviðmiðum og fylgist stoðþjónusta skólans vel með þeim og passar að þeir séu að bæta sig og setur þeim raunhæf markmið. 

Þessi mynd sýnir að áhersla á læsi síðustu þriggja ára hefur skilað sér þar sem hlutfallslega fleiri nemendur falla í grænu flokkana. Það er mörgum að þakka þennan árangur, nemendur sem eru viljugir að lesa og bæta sig, foreldrar sem hafa tekið frábærlega vel við sér, bæði hvað varðar heimalestur og tekið mjög virkan þátt í inngripum okkar t.d. hraðlestranámskeiðum, meiri opnun bókasafnsins, lestraverkefni og heimsóknir rithöfunda. Kennarar okkar eiga mikið hrós skilið fyrir þá vinnu sem þeir hafa lagt á sig í endurmenntun og þróun læsiskennslu og inngripa og eru stöðugt á vaktinni um hvað má betur fara.

Við erum ekki hætt og hvetja svona niðurstöður okkur ótrauð áfram. 

Nýjustu matskýrslur eru komnar á vefinn þar sem má sjá annarsvegar yfirlit lesfimis í hverjum árgangi og hins vegar samantekt yfir læsi í Húsaskóla

Prenta |