Dagur læsis

Frá æfingu á sal - Fleiri myndir má sjá í myndasafni

Í dag héldum við uppá Alþjóðadag læsis með samveru á sal þar sem nemendur lásu fyrir okkur bók Guðrúnar Helgadóttur HandaGúndavél. 

Sigrún Björk kennari 1. N sá um verkefnið. Lesarar í dag voru: Stefanía 1. N, Bjartur og Hermann 2.M, Freydís 3. L, Salka 4. K, Arndís, Thelma og Helena 5. A, Marín, Aron Breki og Ívar Orri 6. B og Hugrún og Auður 7.I

Þegar hugtakið læsi ber á góma leiða margir fyrst hugann að umskráningarferli lestrar, því að þekkja stafi og hljóð og geta lesið texta með því tengja saman stafatákn og hljóðmyndir. Sú færni er vissulega mikilvægur þáttur í læsi en til að gagn verði af lestrinum er nauðsynlegt að geta túlkað og skilið það sem lesið er. Í dag er læsi því skilgreint sem þekking og leikni til skynja, skilja, túlka, gagnrýna og miðla texta í víðum skilningi.
Læsiskennsla felur þar af leiðandi í sér fjölbreytta vinnu með mál, samskipti og miðlun

                                                                                        (Úr nýrri læsistefnu Akureyrar; http://lykillinn.akmennt.is/)

Prenta |