Vöffluboð á kaffistofu starfsmanna

Í dag var fagnað í lestraátakinu Mínútur á mörsugi. Keppnin var tvískipt og var sigurvegurum á hvoru stigi boðið upp á vöfflur og djús á kaffistofu starfsmanna. 

Nemendur í 3. L sigruðu yngstastig en þeir lásu 304 mínútur að meðaltali í mörsugi, þar var þátttakan 57%. Þeir sem tóku þátt lásu lengi og sumir yfir 1000 orð.
1. N fékk sérstaka viðurkenningu fyrir góða þátttöku og 2. sætið í keppninni en þar skiluðu 87% nemenda mínútulestri og  lásu 190 mínútur að meðaltali. 

Það eru góðir lesarar í  6. B. Þar lásu nemendur flestar mínútur að meðaltali  eða 469. Þátttakan var 93% og sigruðu þau keppnina með yfirburðum. Margir lásu meira en 1000 mínútur og einn yfir 2000 mínútur. Á miðstigi var 5. A  Í 2. sæti 344 mínútur að meðaltali og 54% þátttöku. 

Myndir frá deginum má finna hér efst á síðunni í myndaalbúmum  N - B og L bekkja. 

 

Prenta |