Menntastefna Reykjavíkur

Þeir Pasi Sahlberg og Andy Hagreaves eru staddir í Reykjavík þar sem verið er að móta framtíðarmenntastefnu Reykjavíkur. Skólastjórnendur sátu fyrirlestur í gær og í morgun fóru þeir ásamt Ástu í  7. I og sátu vinnusmiðju í Hörpu. 

Þeir félagar ferðast um allan heim og hafa unnið með skólafólki víða og deildu reynslu sinni. 

Í umræðum í morgun vorum við sammála að samvinna skiptir máli og að kennarar geti lært af nemendum eins og nemendur af kennurum.  Íslendingar fengu líka smá skammir fyrir að gleyma stundum hvað vel er gert. Hér erum við einstök til dæmis hvað jafnræði nemenda varðar og ætti það að vera okkur kappsmál þegar við viljum bæta menntun, að passa að það verði ekki á kostnað jafnræðis og alls ekki á kostnað list-, og verkgreina eða sköpunar.   

   

 

Við erum stöndum í miðri tæknibyltingu og því er mjög áhugavert að hugsa um og ímynda sér hvernig vinnuumhverfi Ástu og hennar jafnaldra verður í framtíðinni.

 

Á meðan við sátum málstofuna var 1. N að stíga sín fyrstu skref í forritun undir stjórn Jóhönnu Þorkelsdóttur. Við hlökkum til að vinna eftir nýrri Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Yfir 5000 mannst hafa komið að mótun hennar og verður spennandi að vinna eftir nýrri stefnu í Húsaskóla. 

 

Prenta |