Stóra upplestrakeppnin 2018

Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn styðja verkefnið og skipulags þess. 

Þann 22. febrúar héldum við í Húsaskóla daginn hátíðlegan og vorum með keppni í 7. I Nemendur höfðu æft sig undir stjórn Þórdísar kennara og þeir sem vildu tóku þátt í að flytja texta og ljóð að eigin vali. Foreldrum var boðið að koma og hlusta og einnig nemendum í 5. A.
Dómarar voru Áslaug, Jóhanna og Bára og áttu þær erfitt val fyrir höndum. 

upp1 (1).jpeg

Sigurvegar Húsaskóla voru þau Hugrún Vigdís,  Auður Dís og Ísak.
Tóku þær þátt í keppni hverfisins sem haldin var í Grafarvogskirkju mánudaginn 5. mars. Ísak var varamaður þeirra. Stóðu þær sig með miklum sóma. 
Fleiri myndir úr keppninni má sjá í myndaalbúmi I bekkjar hér á síðunni. 

uppl5.jpg

Prenta |