2018 Vorferð yngsta stigs

2018_vorferd yngstastigs (42).jpg

Í dag fórum við í afar velheppnaða vorferð suður til Sandgerðis. Við byrjuðum ferðina í fjörunni hjá Garðskagavita, þeim eldri. Þar komumst við að því að strigaskór er ekki heppilegur fjöruskófatnaður en létum það ekki á okkur fá. Nemendur söfnuðu lífverum sem við fórum svo með í Þekkingasetur Suðurnesja. Þar fengum við að skoða safnið, heyrðum sögu Jean-Baptiste Charcot og örlög rannsóknaskips hans Pourquoi-pas. Við rannsökuðum lífverur í smásjá, skoðuðum náttúrugripasafnið og sögusýninguna Heimskautin heilla. Fleiri myndir eru í myndaalbúmi Húsaskóla, í möppunni 2017-2018 og þar er undirmappan 2018 vorferð yngstastigs. 

Prenta |