2018 Nemendaverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Í maí voru Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar veitt. Óðinn Breki Árnason var tilnefndur af starfsfólki Húsaskóla fyrir skapandi starf, greiðvirkni og framfarir í námi. 

20180529_173528.jpg

Í umsögn frá starfsfólki Húsaskóla segir: Óðinn Breki hefur tekið miklum framförum í námi og viðhorfi til náms. Hann er sérstaklega skapandi í myndlist, hugmyndaríkur og verklaginn. Óðinn er hjálpsamur og bóngóður og tekur virkan þátt í að fegra umhverfið í skólanum. Við þökkum Óðni til hamingju með verðlaunin og óskum honum velfarnaðar í nýjum skóla en Óðinn útskrifaðist héðan í vor. 

2018_nemendaverdlaun.jpg

Prenta |