Skip to content
25 nóv'22

Slökkvilið í heimsókn

Slökkvilið Hofuðborgarinnar kom í dag og heimsótti 3 bekk og veitti þeim fræðslu um störf sín. Allir voru ánægðir með daginn. Sjá myndir

Nánar
25 nóv'22

4. bekkur sýnir STUBBANA

Þann 11. nóvember ´22 sýndi 4. bekkur Húsaskóla leikritið Stubbana á sal, við góðar undirtektir. Í leikritinu blandast saman ævintýri og raunveruleiki í gegnum vangaveltur nemenda og kennara um hvaða leikrit eigi að sýna á sal og sýnist sitt hverjum. Naglasúpan og Prinsessan sem átti 365 kjóla koma við sögu og Dýrin í Hálsaskógi vilja…

Nánar
18 nóv'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2022

Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík er ávalt úthlutað á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Markmið þeirra er að auka áhuga nemenda á íslenskri tungu og hvetja til framfara. Í ár tilnefndi Húsaskóli tvo nemendur til þessara verðlauna og fengu verðlaunahafar viðurkenningarskjal með undirritun Vigdísar Finnbogadóttur og bókina Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt…

Nánar
17 nóv'22

Myndlistaval

Á tímabili tvö í valinu er áfangi sem heitir Listin í Reykjavík – Reykjavík í listinni. Þar vinnum við með borgina okkar og skoðum listaverkin í henni og hvernig listamenn sjá hana. Vettvangsferðir eru hluti af þessari vinnu og fórum við í Hallsteinsgarð fyrir ofan Gufunes og skoðuðum verkin þar. Einn daginn skelltum við okkur…

Nánar
08 nóv'22

Skáld í skólum – heimsókn í skólann

Í síðustu viku, 3. og 4. nóv. komu til okkar rithöfundar með bókmenntadagskrána „Skáld í skólum“. Yrsa Þöll Gylfadóttir og Benný Sif Ísleifsdóttir heimsóttu nemendur í 1. – 4. bekk.  Þær fjölluðu um hvernig töfrar hversdagsins birtast í bókum. Hve gaman er að lesa bækur um krakka sem eru að gera og upplifa ósköp venjulega…

Nánar
02 nóv'22

Hrekkjavaka í Húsaskóla

Mánudaginn 31. okt var Hrekkjavaka haldin hér í skólanum. Nemendur og kennarar mættu í búningum og var mikil gleði í gangi. Nemendur  unnu ýmis verkefni tengd hrekkjavökunni (Halloween) og  skreyttu meðal annars hurðarnar á stofunum sínum. Vanalega á mánudögum  þá er sundkennsla en að þessu sinni þá breyttu íþróttakennarar um og voru með ýmsar þrautir…

Nánar
24 okt'22

Nærumhverfi og náttúra – valáfangi á miðstigi

Í vali A hjá Ingibjörgu myndlistakennara var á haustdögum áfangi sem nefnist nærumhverfi og náttúra. Í þeim áfanga var farið út í náttúruna og leitað fanga. Við tíndum villt jarðarber upp í okkur og skoðuðum allskyns jurtir og tré. Gerðum okkur ferð einn daginn og náðum okkur í ullserk til að gera blek og annan…

Nánar
11 okt'22

Nemenda og foreldraviðtöl

Á morgun miðvikudag 12. okt eru nemenda og foreldraviðtöl og hefðbundin kennsla fellur niður. Nemendur mæta með foreldrum sínum á bókuðum tíma.

Nánar