Skip to content
13 feb'20

Skólahald fellur niður á morgun 14. febrúar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að…

Nánar
12 feb'20

KrakkaRúv í Húsaskóla

Í dag kom Krakka Rúv og tók viðtal við nokkra nemendur á miðstigi og spurðu út í matarsóunarátakið sem hefur verið í gangi í skólanum síðustu tvær vikur. Það var mikill spenningur hjá nemendum að fá kvikmyndatökuvél og risastóran hljóðnema í heimsókn og allir stóðu sig vel. Það verður gaman að sjá frétt á næstunni…

Nánar
08 feb'20

Reykjavíkurmót grunnskólanna í skák

Nemendur Húsaskóla tóku þátt í Reykjavíkurmóti grunnskólanna í síðustu viku og stóðu sig með prýði. Haldið var innanhússmót og skipað í sveitir eftir það og voru nokkrar sveitir sendar. Nemendur voru mjög spenntir og gaman var að sjá hversu margir foreldra mættu og fylgdust með. Hægt er að sjá myndir og umfjöllun á vef Taflfélags…

Nánar
10 jan'20

Grænfáninn afhentur í Húsaskóla

Nemendur og starfsfólk kom saman á sal og tók á móti Grænfánanum við hátíðlega athöfn. Það voru nemendur í umhverfisnefnd skólans sem tóku við honum og fóru síðan allir nemendur út á skólalóð og fylgdust með þegar fáninn var dreginn að hún. Húsaskóli hefur undanfarin misseri fylgt sjö skrefa ferli sem eflir vitund nemenda, kennara…

Nánar
07 jan'20

Gul viðvörun frá kl. 15 í dag

Kæru foreldrar/forráðamenn Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00, heldur bara verið að hvetja til þess að börn undir 12 ára aldri gangi…

Nánar