Skip to content
16 sep'21

Húsaskóli fær Regnbogavottun Reykjavíkuborgar

Húsaskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkuborgar. Til þess að fá vottunina þarf starfsfólk að taka þátt í fræðslu um hinsegin málefni og rýna þjónustuna sem veitt er á starfsstaðnum. Fræðslan byggir á ýmsum skemmtilegum verkefnum um hinseginleika en hún beinist einnig að því að skoða með hvaða hætti hver og einn vinnustaður geti verið hinseginvænni. Markmiðið með…

Nánar
15 sep'21

Val á miðstigi í myndmennt – „Land art“

Í vali á miðstigi eru mörg áhugaverð námskeið sem nemendur geta valið um. Eitt af því er námskeiðið Myndmennt – Land art. Nemendur fengu að kynnast hugtakinu „land art“ og sjá dæmi um slíka vinnu.  Áherslur eru á virðingu fyrir náttúrunni í allri vinnu og unnið með náttúruleg efni. Sköpunarvinna nemenda fer fram úti í…

Nánar
08 sep'21

Húsaskóli 30 ára

Á þessu ári heldur Húsaskóli upp á 30 ára afmælið skólans. Fyrirhugað var að hafa stóra afmælishátíð með nemendum, foreldrum og öðrum gestum. En vegna fjöldatakmarkana þá var sú veisla flautuð af og í staðinn var haldin afmælishátíð eingöngu með nemendum og starfsmönnum. Hátíðin var haldin s.l. fimmtudag og heppnaðist einstaklega vel. Nemendum léku sér…

Nánar
19 ágú'21
Jákvæðni - Virðing - Samvinna

Skólabyrjun

Nú fer nýtt skólaár að byrja og verður skólasetning mánudaginn 23. ágúst kl. 8:30. Það er nýjung hjá okkur að vera með fullan skóladag á skólasetningadaginn. Nemendur mæta einir í skólann og umsjónakennarar taka á móti sínum nemendum í heimastofum. Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólann nema nauðsyn krefji og þá…

Nánar
18 jún'21

Skrifstofa skólans komin í sumarfrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. júní – 3. ágúst. Starfsfólk Húsaskóla óskar öllum góðs sumarfrís og hlökkum til að sjá alla aftur í haust.

Nánar
18 jún'21

Útikennsla á covid tímum

Í vetur þá þurfti oft að hugsa í lausnum vegna Covid og var m.a. þónokkur útikennsla. Íþróttir voru meira útivið en vanalega. En einnig var farið í fjölbreyttari útikennslu. Nemendur leystu skemmtilegar þrautir, grilluðu ýmisleg á opnum eldi o.fl. Meðal annars var boði upp á valáfanga  í miðstigi sem var útikennsla og var hann mjög…

Nánar
14 jún'21

Útskrift 7.bekkjar

Mánudaginn 7. júní útskrifaðist 7. bekkur frá Húsaskóla við hátíðlega athöfn. Foreldrar og nemendur mættu á hátíðina og fögnuðu saman. Eftir athöfina bauð skólinn upp á kaffiveitingar.   Nemendur skólans úr 6.bekk sem eru í Skólahljómsveit Grafarvogs  fluttu 2 verk. Salka og Tinna nemendur í 7. bekk fluttu ljóð. Katrín Cýrusdóttir skólastjóri og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir…

Nánar
11 jún'21

Fjölgreindaleikar Húsaskóla

Síðasta skóladaginn hjá nemendum þá voru haldnir fjölgreindaleikar hér í skólanum. Nemendur voru settir í blandaða hópa og unnu ýmiskonar verkefni sem tengdust fjölgreindunum átta; málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, líkams- og hreyfigreind, tónlistargreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind. Kennarar voru með stöðvar út um allan skóla sem reyndu á nemendur á fjölbreytta vegu. Í hverjum…

Nánar
10 jún'21

Fjallganga á Úlfarsfell

Allur skólinn lagði af stað s.l. föstudag í rútum og lá leiðin í fjallgöngu á Úlfarsfell. Gaman er að segja frá því að nánast allir fóru upp á topp og nokkrir nemendur hlupu gönguleiðina 2x. Þegar niður var komið þá beið hádegisnesti fyrir nemendur og fóru allir saddir og sælir heim í helgarfrí.  

Nánar
08 jún'21

Óskilamunir

Talsvert af fatnaði nemenda verður eftir í skólanum. Það er sérstaklega mikið af íþróttatöskum. Miðvikudaginn 9. júní verður skólinn opin frá kl 9:00-16:00 fyrir foreldra og forráðamenn til að koma og athuga með óskilamuni. Hvetjum við alla til að kíkja við og athuga með hvort að þar finnist ekki eitthvað sem barnið þeirra hefur saknað.…

Nánar