Skip to content
10 jún'20

Óskilamunir

Allir óskilamunir sem hafa safnast saman í skólanum í ár eru nú á borðum í matsalnum. Hægt er að koma við og athuga hvort þið kannist við eitthvað af þessum óskilamunum til kl. 14 föstudaginn 19. júní en eftir það förum með þetta í Rauða krossinn.

Nánar
09 jún'20

Sumarlestur 2020

Inn á vef Menntamálastofnunnar má finna upplýsingar um sumarlesturinn 2020; Sumarlesturinn 2020 er í formi lestrarlandakorts og tilgangurinn þessu sinni er að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir bóka og auðvitað að hvetja þau til lestrar. Lestrarlandakortin eru í tveimur útfærslum:  Ævintýralestrarlandakortið er hugsað fyrir yngri nemendur og Lestrarlandakortið fyrir eldri nemendur. Á bakhlið landakortsins er…

Nánar
08 jún'20

Skólaslit í Húsaskóla

Á föstdaginn var Húsaskóla slitið í 29. sinn og með óvenjulegum hætti því engir foreldrar voru viðstaddir. Nemendur 1.-6. bekkjar og allir starfsmenn skólans mættu á sal þar sem Katrín skólastjóri hélt stutta ræðu. Feðgarnir Einar í Skólahljómsveitinni og Baldur í 5. bekk spiluðu ljúfa tóna, Júlíus og Margrét í 6. bekk lásu upp ljóð…

Nánar
04 jún'20

Húsaskólaleikar og útskrift 7. bekkjar

Dagurinn var heldur betur viðburðarríkur í Húsaskóla. Nemendur hófu daginn á fjölgreindaleikum en öllum nemendum skólans var skipt upp í 16 hópa þvert á árganga. Nemendur 7. bekkjar og nokkrir 6. bekkingar voru titlaðir fyrirliðar hópanna. Þeir sáu um að stýra hópnum sínum á milli stöðva og vera hvetjandi og góðar fyrirmyndir. Kennarar sáu um…

Nánar
03 jún'20

Frábær dagur í dag

Hann var örlítið blautur þessi dagur og þoka lá yfir borginni. Nemendur hófu morguninn á því að ganga á Úlfarsfell. Nokkrir gerðu sér lítið fyrir og fóru upp á bæði litla og stóra hnúkinn. Þokan var aðeins að trufla útsýnið þegar á toppinn var komið en það rofaði til inn á milli og veðrið var…

Nánar
02 jún'20

Útivistar- og vatnsdagur á morgun (skertur dagur)

Á morgun verður útivistar- og vatnsleikjadagur í Húsaskóla. Þá fara allir nemendur saman í göngu á Úlfarsfell. Við minnum foreldra á viðeigandi klæðnað, skóbúnað og smá nesti. Allar upplýsingar fyrir þessa síðustu skóladaga eru í tölvupóstinum frá Katrínu skólastjóra. Minnum jafnframt á að skóla lýkur á morgun kl. 12:00.

Nánar
27 maí'20

7. bekkur í skólabúðum að Reykjum

Nemendur 7. bekkjar eru senn að útskrifast úr Húsaskóla en þessa dagana dvelja þau í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Það hefur verið mikið brallað fyrstu dagana en hér fyrir neðan má sjá markmið skólabúðanna. Í skólabúðunm er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi uppeldis- og félagsleg markmið og að því stefnt: – að auka samstöðu…

Nánar
22 maí'20

UNICEF fjáröflun fyrir börn í vanda

Í dag tóku allir nemendur Húsaskóla þátt í verkefni UNICEF hreyfingunnar sem er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Nemendum gafst kostur á að leggja sitt af mörkum og safna frjálsum framlögum fyrir börn í vanda. Ákveðið var að fara í göngu um hverfið og stóðu allir sig vel og nutu þess að fara…

Nánar
15 maí'20

Rafbók um hvali í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk eru þessa dagana að vinna skemmtilegt verkefni um hvali þar sem samþætt er náttúrufræði og byrjendalæsi. Nemendum var skipt upp í hópa og fengu úthlutað hvaltegund sem þeir lesa sér til um og kynna sér í bókum og á netinu. Því næst búa þeir til fræðitexta um hvaltegundina og finna myndir…

Nánar