Skip to content
08 jún'21

Óskilamunir

Talsvert af fatnaði nemenda verður eftir í skólanum. Það er sérstaklega mikið af íþróttatöskum. Miðvikudaginn 9. júní verður skólinn opin frá kl 9:00-16:00 fyrir foreldra og forráðamenn til að koma og athuga með óskilamuni. Hvetjum við alla til að kíkja við og athuga með hvort að þar finnist ekki eitthvað sem barnið þeirra hefur saknað.…

Nánar
07 jún'21

Skólalok – útskrift og skólaslit

Útskrift 7. bekkjar verður á sal skólans í dag kl 19, vegna sóttvarnatakmarka þá getum við eingöngu tekið á móti nemanda + 2 gestum. Á morgun verða skólaslit hjá 1.-6. bekk kl 9:00. Að þessu sinni þá koma eingöngu nemendur í skólann og kveðja kennarann sinn og samnemendur. Áætlað er að skólaslitin taki 40 mín.…

Nánar
04 jún'21

Vatnsdagur

Það var mikið fjör hér í skólanum í þegar nemendur og nokkrir starfsmenn fóru í „vatnsstríð “ á skólalóðinni. Allir voru vel undirbúnir og voru með keypt og heimatilbúð dót sem hægt var að nota  til að bleyta aðra sem mest. Hér eru skemmtilegar myndir frá vatnsdeginum:

Nánar
03 jún'21

Ungt fólk – rannsókn á líðan nemenda í 5.-10. bekk í Reykjavík – niðurstöður

Ransóknin Ungt fólk er lögð fyrir alla nemendur  í 5.-7. bekk og í 8.-10. bekk grunnskólanna í Reykjavík í febrúar 2021. Niðurstöður benda til þess að þau séu að standa sig afar vel á flestum sviðum þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. Góður árangur í heilsueflingar- og forvarnarstarfi síðustu áratuga hefur meðal annars náðst með samstöðu foreldra.…

Nánar
03 jún'21

Íþróttadagur og Sprengi Kata – myndir

Fjörið heldur áfram þessa dagana. Á þriðjudaginn var íþróttadagur í Húsaskóla þar sem nemendur hittust í íþróttahúsinu í ýmsum leikjum og keppnum. Hér eru myndir frá þessum degi:   Svo eftir hádegi mætti Sprengi Kata í heimsókn og sýndi ýmsar tilraunir við mikilla hrifningu nemenda.

Nánar
01 jún'21

Ferð í Gufunæsbæ á vordögum

Núna á loka dögum skólans þá er allskonar uppbrot í gangi hjá nemendum. Þessa vikuna verður ýmislegt spennandi í gangi fyrir nemendur. Núna á mánudaginn þá fór allur skólinn í gönguferð í Gufunesbæ. Þar léku nemendur sér í leiktækjunum sem eru á svæðinu og fengu síðan grillaðar pylsur í hádeginu. Vorum við heppinn með veðrið…

Nánar
27 maí'21

Húsaskóli með í Erasmus verkefni

Húsaskóli er að taka þátt í spennandi Erasmus verkefni ásamt skólum frá Svíþjóð, Finnlandi, Serbíu og Íslandi. Heiti verkefnisins er Að kanna menningu – matur, heilsa, áskoranir og annað námsumhverfi fyrir sjálfbærari lífsstíl.         Lilja Dögg og David Patchell eru umsjónamenn verkefnisins fyrir hönd skólans.  Sem hluti af verkefninu val valið merki (lógó)…

Nánar
25 maí'21

Skólahljómsveit Grafarvogs í heimsókn í 3. og 4. bekk

Föstudaginn 21. maí komu nemendur í Skólahljómsveit Grafarvogs í heimsókn í skólann og kynntu fyrir nemendum í 3. og 4. bekk nám tónlistarskólans. Nemendur spiluðu nokkur lög og voru með kynningu á hljóðfærum. Gaman er að segja frá því að í hljómsveitinni eru nokkrir nemendur í Húsaskóla.

Nánar
14 maí'21

Húsaskóli á Menntastefnumóti 2021- myndbönd

Síðastliðinn mánudag var Reykjavíkurborg með Menntastefnumót, þar sem starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundaheimila nýttu starfsdag í að horfa á ýmiskonar fræðslu og kynningar frá hvor öðru. Hægt er að horfa á öll erindin sem voru á Menntastefnumótinu á þessum ráðstefnuvef: https://menntastefnumot.velkomin.is/ Húsaskóli var með tvær kynningar á verkefnum hér í skólanum. Það var kynning…

Nánar
30 apr'21

Húsaskóli – Varðliðar umhverfisins 2020

Varðliðar umhverfisins er yfirskrift verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10. bekk sem var haldin í fyrsta skipti vorið 2007. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landvernd og Miðstöð útivistar og útináms standa að keppninni. Núna í vikunni veitti Umhverfisráðherra verðlaun fyrir Varðliðar umhverfisinis fyrir árið 2020 og 2021. Nemendur í 6. og 7. bekk  í Húsaskóla árið 2020…

Nánar