Skip to content
13 mar'20

Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Hér koma skilaboð frá Skóla- og frístundasviði. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar…

Nánar
11 mar'20

Stóra upplestrarkeppnin Húsaskóla

Stóra upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg í Grafarvogskirkju á mánudaginn 9. mars 2020. Þar tóku nemendur í 7. bekk í grunnskólum Grafarvogs og Kjalarnesi þátt og stóðu allir sig mjög vel. Húsaskóli átti tvo fulltrúa í lokakeppninni, þau Sigrúnu Maríu Birgisdóttur og Snævar Steffensen Valdimarsson. Varamaður þeirra var Arndís Davíðsdóttir. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og…

Nánar
09 mar'20

Sagnorðavinna í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk eru í sjóræningjaþema næstu tvær vikurnar og eru að vinna með bókina Súperamma og sjóræningjarnir. Nemendur voru að fá kynningu á sagnorðum en komu, Helgu kennara sínum, svo sannarlega á óvart þegar þeir bjuggu til sitt stærsta orðasafn sem þeir hafa gert hingað til. Nemendur munu einnig búa til ,,actionary“ spil úr…

Nánar
06 mar'20

Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls Sameykis

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu hefur boðað til ótímabundins verkfalls, sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg, frá og með mánudeginum 9. mars nk. Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum mun leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma. Fyrirhugað verkfall mun hafa mikil áhrif á skólastarf í…

Nánar
05 mar'20

Upplestrarkeppnin í Húsaskóla

Stóra upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu ár hvert og er fram í lok febrúar. Hún skiptist í tvennt, ræktunar- og hátíðarhluta. Ræktunarhlutinn er sá hluti sem mestu máli skiptir og eru þær vikur í skólunum helgaðar vönduðum upplestri og er í höndum kennara. Í gær var haldin innhússkeppni Stóru Upplestrarkeppninnar í 7. bekk í…

Nánar
04 mar'20

Nýtt valtímabil hafið í 5.-7. bekk

Nemendur í 5.-7. bekk hafa í vetur verið að taka þátt í skemmtilegu þróunarverkefni sem kallast Val á miðstigi. Það verður gaman að sjá hvort því verði framhaldið á næsta skólaári en í síðustu viku hófst fjórða tímabilið og er því aðeins eitt tímabil eftir. Nemendur hafa fengið að velja á ca. sex vikna fresti…

Nánar
04 mar'20

Covid 19 – upplýsingar til foreldra

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem…

Nánar
13 feb'20

Skólahald fellur niður á morgun 14. febrúar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að…

Nánar