Skólasafn

Safnið er staðsett miðsvæðis á efri hæð skólans. Stærð safnsins er um 160 fm. Nemendur og kennarar hafa aðgang að gagnagrunni safnsins Gegni. Í Gegni eru allar upplýsingar um safnkost skólans og það efni sem til er á íslenskum bókasöfnum.

Hlutverk

Samkvæmt lögum um grunnskóla á skólasafnið að vera eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu. Skólasafnið leitast við að þjóna öllum nemendum og kennurum skólans, jafnt þeim yngstu sem þeim.

Opnunartími

 Safnið er opið mánudaga til fimmtudaga frá 8:00 til 13:00.

Útlán

Útlánstími skáldsagna er 2 vikur en fræðibóka 1 vika. Ýmis rit s.s. handbækur og orðabækur svo og tímarit eru ekki lánuð út af safninu.

Starfsmaður safnsins

Óli Gneisti Sóleyjarson er bóksafns- og upplýsingafræðingur á bókasafni Húsaskóla.

Reglur á bókasafni

Á bókasafni skólans fá nemendur og starfsfólk lánaðar bækur til lestrar og verkefnavinnu.

Á safninu skal ganga hljóðlega um og taka tillit til þeirra sem þar eru.

Nemendum er óheimilt að neyta matar eða drykkja á safninu.

Nemendur skulu fara vel með gögn safnsins.

Nemandi má hafa að hámarki 5 bækur að láni í einu.   Útlánstími bóka er 30 dagar.

Nemandi fær ekki lánaðar bækur af safni ef hann er með bækur eða gögn í vanskilum frá fyrra skólaári.

Bækur sem eingöngu eru ætlaðar til heimildavinnu í skóla eru merktar með rauðum punkti og ekki lánaðar nemendum.

Viðurlög: Ef gögn týnast eða skemmast þarf nemandi að greiða fyrir tjónið, 500kr -3000 kr. eftir verðgildi gagna.

 

Prenta |