Leyfi og veikindi nemenda

Forföll nemenda s.s. veikindi ber að tilkynna á skrifstofu eins fljótt og auðið er, hringja þarf daglega ef nemandinn er veikur lengur en einn dag.

Sé óskað eftir leyfi skal það gert fyrirfram á skrifstofu skólans. Ef forráðamenn þurfa að fá lengra leyfi en í 2 daga fyrir nemendur þurfa þeir að óska eftir því skriflega, á þar til gerðu eyðublaði til skólastjóra, enda er þá nám nemenda á ábyrgð forráðamanna þann tíma sem þeir eru frá skóla. (eyðublað)

Leyfi sem er lengra en ein vika er litið á sem tímabundna undanþágu frá skólasókn. Í slíkum tilfellum er forráðamaður boðaður á fund skólastjórnanda og umsjónarkennara þar sem fjallað er um umsóknina. Sótt er um á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu skólans. Skólinn fjallar síðan um umsóknina og áskilur sér rétt til að hafna henni ef ástæða þykir til. Öll röskun á námi nemandans sem af slíku hlýst er alfarið á ábyrgð forráðamanna.

 

 

Prenta |