Mötuneyti

Mötuneyti er í miðrými á 1. hæð skólans. Einungis er seld mataráskrift fyrir mánuð í senn. Mánaðarlegt gjald er samkvæmt ákvörðun borgarráðs hverju sinni og er innheimt 9 sinnum á skólaári frá september til loka maí í jöfnum greiðslum. Hér má finna gjaldskrá Skóla- og frístundasviðs. Boðið er uppá tvenns konar greiðslumáta þ.e. boðgreiðslur með kreditkorti; og með því að fá greiðsluseðil í pósti.  Til að uppsögn taki gildi í lok mánaðar þarf hún að berast í síðasta lagi 20. dag mánaðarins.  Nemandi skal skráður í gegnum „Rafræna Reykjavík“. Hafi barnið ofnæmi eða óþol staðfest af lækni er mjög mikilvægt að koma því á framfæri við matreiðslumanninn.

Nemendur hafa kost á því að vera í ávaxtaáskrift og fá þá niðurskorna ávexti og grænmeti í morgunnestinu. Ávaxtaáskrift kostar 2000 kr á mánuði. Nemendur fá kalt vatn og mjólk sér að kostnaðarlausu. Kjósi nemendur að koma með nesti að heiman skal þess gætt að það sé hollt. Samkvæmt umhverfisstefnu Húsaskóla mega nemendur ekki koma með fernur og einnota plastdósir. Þá er nemendum bent á að nota fjölnota nestisbox og sleppa óþarfa umbúðum s.s. plastfilmum og álpappír.

Matseðil má nálgast í pdf. skjali.

Prenta |